Menningar- og friðarsamtökin MFÍK  

            

Forsíða               
Lög MFÍK
Um MFÍK
Aðalfundur             
8. mars
Ályktanir
Fréttabréf
Greinar
Fréttir af starfinu
Tenglar
Dansk/English/
Français
 

 

Fréttir af starfinu


Bókmenntakynning 11. desember 2010

Hin árlega bókmenntakynning MFÍK var haldin laugardaginn 11. desember. Rithöfundarnir Guðrún Hannesdóttir, Gunnar Theodór Eggertsson, Kristín Eiríksdóttir, Kristín Steinsdóttir, Vilborg Dagbjartsdóttir og Yrsa Þöll Gylfadóttir lásu úr nýjum verkum sínum. Þórunn Erlu-Valdimarsdóttir var með létt uppistand í stað upplesturs og kom það skemmtilega á óvart. Auk auglýstrar dagskrár las enska ljóðskáldið og listamaðurinn Silvia Hikins nokkur ljóð.
Hljóðfæraleikarnir Laufey Steingrímsdóttir og Páll Eyjólfsson léku ljúfa tónlist í upphafi fundar.

 

Guðrún Hannesdóttir

Yrsa Þöll Gylfadóttir og Vilborg Dagbjartsdóttir


Kristín Steinsdóttir

 

Sylvia Hikins

 

8. nóvember 2010- Opinn félagsfundur
Opinn félagsfundur var haldinn í Friðarhúsi mánudaginn 8. nóvember. Margrét Guðnadóttir, veirufræðingur og baráttukonu sagði frá starfi sínu og rannsóknum. Fjölmennt var á fundinum og spunnust miklar og áhugaverðar umræður eftir fyrirlestur Margrétar. 

 

21. september 2010 - Opinn félagsfundur
Í tilefni alþjóðlegs dags friðar, 21. september bauð MFÍK til opins félagsfundar í Friðarhúsi.
Helga Þórólfsdóttir, friðarfræðingur m.m., sagði frá starfi sínu fyrir Rauða krossinn á átakasvæðum. Frásögn hennar var einkar áhugaverð, hún lagði m.a. áherslu á að til að geta unnið gegn stríðum væri mikilvægt að horfa þau með „opnum huga“, þ.e. skoða allar hliðar þeirra, hvað gerir þau eftirsóknarverð, hverjir hagnist á þeim o.s.frv. 


Helga Þórólfsdóttir


Gestir gæddu sér á gómsætri súpu og salati.

4. maí 2010 - Opinn félagsfundur
Sigrún Sigurðardóttir, menningarfræðingur, flutti afar fróðlegan fyrirlestur um líf og reynslu flóttamanna á Íslandi. Hún byggði fyrirlestur sinn á sýningunni heima-heiman, sem opnaði í Ljósmyndasafni Reykjavíkur haustið 2008. Nánar um fyrirlestur Sigrúnar.

8. mars 2010 - VIÐ GETUM BETUR

Fjölmenni var í Ráðhúsi Reykjavíkur þann 8. mars síðastliðinn þegar fjölmörg félög og samtök kölluðu til fundar í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna.

María S. Gunnarsdóttir flutti ræðu 
fyrir hönd MFÍK og má lesa hana hér.

Dagskrá fundarins.

Aðalfundur 9. febrúar 2010
Aðalfundur MFÍK var haldinn þriðjudaginn 9. febrúar í Friðarhúsi. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf;  skýrsla fráfarandi formanns og ársreikningar lagðir fram, kosning í stjórn og formannskjör.  María S. Gunnarsdóttir gaf ekki kost á sér áfram í formannsembættið, en hún hefur gengt því starfi síðastliðin 10 ár. Guðríður Sigurbjörnsdóttir, sem hefur verið varaformaður, er nýr formaður til næstu tveggja ára. Nýjar konur komu stjórn: Dögg Árnadóttir, Sigurlaug Gunnarsdóttir og Auður Ingvarsdóttir. Að aðalfundi loknum flutti Auður Yngvarsdóttir fyrirlesturinn Margkunnugar konur og óborin börn.


Opinn félagsfundur 16. nóvember 2009
Mánudaginn 16. nóvember 2009 var haldinn góður fundur á vegum Menningar- og friðarsamtakanna MFÍK í Friðarhúsinu þar sem rætt var um mikilvægi friðsamlegra samskipta og friðaruppeldi. 

Samveran hófst með léttri máltíð. Margrét Guðmundsdóttir lagði út frá orðinu FRIÐUR og las ljóð. María S. Gunnarsdóttir sagði frá tildrögum fundar, vinnu MFÍK að friðaruppeldi í gegnum tíðina og að á 9. áratugnum hefði töluverð umræða verið um friðarfræðslu hér á landi. Nokkrar þingsályktunartillögur voru lagðar fram á Alþingi um málið en efnið reyndist mjög eldfimt og engin niðurstaða náðist.   

Síðan hófust umræður með aðferð sem kölluð hefur verið heimskaffihús. Þátttakendur skiptust í hópa við lítil borð. Byrjuðu á svokölluðu heimaborði en færðu sig svo, öll nema einn af hverju borði, út í heim til að kynnast öðrum viðhorfum og umræðu á öðrum borðum.     

Útgangspunktarnir í byrjun voru:
Er hægt að ala upp ofbeldislausa kynslóð? 
Hvernig ölum við upp fordómalaus börn?  
Getur friðaruppeldi þjálfað börn í að leita ofbeldislausra lausna
?  

Að umræðum loknum gáfu hóparnir svolitla skýrslu og urðu í framhaldi af því ágætar umræður. Þar kom m.a. fram að Sameinuðu þjóðirnar hafi lýst áratuginn 2000-2010 áratug friðarfræðslu og voru viðstaddir sammála um að það hefði farið hljótt hér á landi. Þá sögðu húmanistar nýkomnir frá Berlín frá árlegum fundi Nóbelfriðarhafa.       

Þátttakendur sem voru m.a. MFÍK-félagar, Húmansistar og félagar í Friðarhreyfingu búddista skráðu sig á póstlista og er ætlunin að áframhald verði í þessa veru.  Áhugasamir geta skráð sig á póstlistann með því að senda tölvupóst til mfik@mfik.is

 Lokaorð fundar voru tilvitnun í Margaret Mead:  

"Við skulum aldrei efast um að lítill hópur hugsandi fólks geti breytt heiminum.  Það er í raun og veru það eina sem nokkurn tímann hefur gert það."    


Opinn félagsfundur 27. apríl 2009
Opinn félagsfundur var í Friðarhúsi 27. apríl. Brynhildur Davíðsdóttir, dósent, flutti mjög svo áhugaverðan fyrirlestur sem hún nefndi Sjálfbærni og endurreisn og fjallaði hann um nýtingu náttúru í hringrás framboðs og eftirspurnar fyrirtækja og heimila og mikilvægi sjálfbærrar þróunar til að tryggja velferð til framtíðar. Á undan fyrirlestrinum gæddu fundarmenn sér á súpu og reifuðu málin. Óvæntan gest bar að garði á meðan setið var yfir súpunni en þar var komin Ragnheiður G. Guðmundsdóttir, formaður mæðrastyrksnefndar. Hún afhenti Maríu, formanni MFÍK, þakklætisskjal þar sem MFÍK er þakkaður fjárstuðningurinn en MFÍK hefur látið afraksturinn af kaffisölu á bókmenntakynningu í desember renna til mæðrastyrksnefndar.


María tekur við þakklætisskjali frá Ragnheiði G. Guðmundsdóttur, formanni Mæðrastyrksnefndar


María kynnir Brynhildi Davíðsdóttur, fyrirlesara kvöldsins


Fundargestir fylgjast áhugasamir með fyrirlestrinum.


Gjaldkeri kvöldsins ásamt formanni.

Innganga MFÍK í norræn og alþjóðleg samtök
Þann 9. nóvember 2008 voru stofnuð í Osló norræn samtök gegn notkun vopna sem innihalda úraníum: Nordic Network Against Uranium. Markmið samtakanna er að samræma aðgerðir og deila reynslu og hæfni. Í samtökunum eru norski hluti Women´s International Leage for Peace and Freedom (WILPF), Aktionsgruppen mot radioaktiv krig (ARK) í Svíþjóð, finnsku samtökin gegn úraníumvopnum og nú MFÍK. Í kjölfar þess að við gengum í samtökin var haft samband við okkur frá alþjóðasamtökunum The International Coalition to Ban Uranium Weapons (ICBUW) og óskað eftir aðild MFÍK og varð fúslega orðið við þeirri bón.

Á heimasíðu ICBUW má kynna sér alþjóðasamtökin og lesa frétt um stofnum norrænu samtakanna:
http://www.bandepleteduranium.org


10. ágúst 2008
Samtök friðarhreyfinga söfnuðust saman við Tjörnina í Reykjavík miðvikudaginn 6. ágúst til að minnast fórnarlamba kjarnorkusprengjanna í Hiroshima og Nagasaki. Helga Nína Heimisdóttir var fundarstjóri og Kolbrún Halldórsdóttir alþingismaður flutti ávarp. Frásögn Helgu Nínu af heimsókn hennar til Japans og ávarp Kolbrúnar má lesa á vefnum Friður.is

 


MFÍK / pósthólf/box 279 / 121 Reykjavik/ email MFÍK á Facebook