AUGLÝSINGAR OG
TILKYNNINGAR 2008
8.
mars 2008
European Social Forum
AUGLÝSINGAR OG TILKYNNINGAR
2007
Friðarganga
á Þorláksmessu
Opinn
stjórnarfundur 21. nóvember
Opinn
félagsfundur
Opnir
stjórnarfundir
Peace Boat
Opinn
félagafundur 16. maí
Konur sameinast í
Venesúela
Alþjóðleg
ráðstefna gegn kjarnavopnum
Bandalag
hinna staðföstu stríðsandstæðinga
Alþjóðlegur
baráttudagur kvenna
Ársfundur MFÍK 2007
AUGLÝSINGAR OG TILKYNNINGAR
2008
European Social Forum
Dagana 17. - 21. september 2008 verður European
Social Forum haldið í Malmö í Svíþjóð. Búist er við að
meira en 20.000 þátttakendur hvaðanæva úr Evrópu taki þátt í þessum
fundi sem haldinn er á vegum ýmissa evrópskra félaga og félagasamtaka sem
láta sig þjóðfélagsmál varða. MFÍK - konur láta sig að sjálfsögðu
ekki vanta á þennan
einstæða viðburð.
8. mars – Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og
jafnrétti
haldinn í
Ráðhúsi Reykjavíkur laugardaginn 8. mars kl.
14.00.
Dagskrá Efst
á síðu
AUGLÝSINGAR OG TILKYNNINGAR
2007
FRIÐARGANGA Á
ÞORLÁKSMESSU
Íslenskir friðarsinnar
standa að blysför niður Laugaveginn á Þorláksmessu. Safnast
verður saman á Hlemmi kl. 17.45
og leggur gangan af stað stundvíslega kl.
18.
Gangan í ár er sú tuttugasta og áttunda í röðinni.
Að venju munu friðarhreyfingarnar selja kyndla á Hlemmi
í upphafi göngunnar.
Í lok göngu verður efnt
til fundar á Ingólfstorgi þar sem
Halla Gunnarsdóttir blaðamaður flytur ávarp en fundarstjóri
er Þorvaldur Þorvaldsson trésmiður.
Söngfólk úr Hamrahlíðarkórnum og Kór Menntaskólans við
Hamrahlíð syngur í göngunni og við lok fundar.
Ráðlegt er fyrir göngufólk
að mæta tímanlega því gangan leggur af stað stundvíslega. Friðargöngur
verða einnig haldnar á Akureyri og á Ísafirði.
Efst
á síðu
Opinn
stjórnarfundur
verður
miðvikudaginn 21. nóvember í Hildibrandshúsi, Garðastræti 13, kl. 17.00.
Á dagskrá er m.a. undirbúningur fyrir bókmenntakynninguna 15. desember.
Efst
á síðu
Opinn
félagsfundur verður
miðvikudaginn
14. nóvember
kl. 19.00 í
Friðarhúsinu (á horni
Snorrabrautar og Njálsgötu).
Alfífa
Ketilsdóttir og Halla Gunnarsdóttir
segja frá Íran en þær eru nýlega
komnar þaðan.
Léttur kvöldverður verður seldur í upphafi fundar -
listakokkurinn Rúbý (Veronika S. K. Palaniandy) eldar.
Fjölmennum
og tökum með okkur gesti.
Félagar
í Samtökum kvenna af
erlendum uppruna (WOMEN)
eru sérstaklega boðnar velkomnar.
Efst
á síðu
Opnir
stjórnarfundir
Stjórn
MFÍK hefur öðru hvoru boðið félögum að taka þátt í opnum
stjórnarfundum. Þetta hefur gefið góða raun og virkjað
fleiri félaga. Ætlunin er að bjóða til slíkra funda á ný og
verða þeir auglýstir jafnóðum á heimasíðu MFÍK en næsti
fundur verður miðvikudaginn 17. október 2007, kl. 17 .00
í Hildibrandshúsi, Garðastræti 13.
Peace
Boat:
Fulltrúi Peace Boat hafði samband við MFÍK vegna hugsanlegrar
komu bátsins til Íslands á næsta ári (ágúst 2008).
Peace Boat býður ungu fólki friðarfræðslu og hefur skipið
farið yfir 60 leiðangra um heiminn, sem allir hafa haft það
markmið að vekja athygli á og kynna ákveðnar kröfur eins og
til dæmis afnám kjarnavopna og markvissari umhverfisvernd á
heimsvísu. Von er á fulltrúum Peace Boat til landsins á næstunni
og munu þeir þá hitta stjórn MFÍK. Frekari upplýsingar er að
finna á: www.peaceboat.org/english
Efst
á síðu
Opinn
félagsfundur MFÍK verður haldinn í Friðarhúsinu miðvikudaginn
16. maí 2007 kl. 19.00
Fundurinn
hefst með sameiginlegu borðhaldi.
Listakokkurinn og MFÍK-félaginn Ruby (Veróníka S.K.
Palaniandy) mun sjá um matseldina ásamt Ragnhildi Kjeld (þær
glöddu bragðlauka friðarsinna á fjáröflunarkvöldverði Friðarhúss
í lok apríl þegar færri komust að en vildu). Óhætt er að
fullyrða að engum ofsögum er sagt um snilli þessara matgæðinga.
Bjóðum með vinum sem kunna að njóta að góðs matar í góðum
félagsskap.
Að borðhaldi loknu verður sagt frá þátttöku MFÍK í Ráðstefnu
Alþjóðasamtaka lýðræðissinnaðra kvenna sem haldin var
í
Caracas
í Venesúela í apríl. Brugðið verður upp myndbrotum sem sýna
m.a. þátt kvenna í þeim byltingarkenndu breytingum sem eiga sér
stað í Venesúela og kenndar eru við Símon Bólivar.
Allir
friðarsinnar velkomnir.
Efst
á síðu
Konur
sameinast í Venesúela
Dagana
18.-20. apríl 2007 var haldin heimsráðstefna Alþjóðasambands lýðræðissinnaðra
kvenna í Caracas í Venesúela. Fulltrúar MFÍK á þessari ráðstefnu
voru María S. Gunnarsdóttir, formaður, Arna Ösp Magnúsardóttir,
Áslaug Einarsdóttir og Sigrún Stefánsdóttir. Sagt var frá ferðinni
og ráðstefnunni á fjáröflunarkvöldverði í Friðarhúsi þann
16. maí síðastliðinn.
Efst
á síðu
Alþjóðleg
ráðstefna gegn kjarnavopnum í Japan
MFÍK
var boðið að senda fulltrúa til Japan í sumar á alþjóðlega
ráðstefnu gegn kjarnavopnum. Því miður barst boðið of seint
til að hægt væri að þiggja það. MFÍK hefur verið í
sambandi við systursamtökin FUDANREN í Japan og tók meðal
annars þátt í undirskriftasöfnun fyrir afnámi kjarnavopna í
heiminum sem samtökin stóðu fyrir síðastliðinn vetur.
Undirskriftalistarnir voru afhentir á heimsráðstefna
Alþjóðasambands lýðræðissinnaðra kvenna í Caracas í Venesúela
dagana 18.-20. apríl 2007. Stefnt er að framhaldi á þessari
samvinnu.
Efst
á síðu
Bandalag
hinna staðföstu stríðsandstæðinga
Fjögur
ár eru frá innrás Bandaríkjamanna og bandalagsríkja þeirra í
Írak, með formlegum stuðningi íslenskra stjórnvalda. Þrátt
fyrir ítrekaðar yfirlýsingar ráðamanna Bandaríkjanna um að
friður sé að komast á í landinu, er ekkert lát á óöldinni
í Írak og sífellt fleirum verður ljóst hvaða hörmungar stríðið
hefur kallað yfir írösku þjóðina.
Mánudagskvöldið
19. mars 2007 munu
hinir
staðföstu stríðsandstæðingar efna
til baráttusamkomu í Austurbæ í Reykjavík.
Þar verður hernáminu mótmælt og þess krafist að íslensk
stjórnvöld axli ábyrgð vegna hins svívirðilega stuðnings við
ólöglegt árásarstríð.
Dagskráin
hefst kl.
20
Ávörp
flytja: Guðfríður
Lilja Grétarsdóttir
og Helgi
Hjörvar
Tónlistaratriði:
XXX
Rottweilerhundar,
Ólöf
Arnalds
& Vilhelm
Anton Jónsson
Upplestur:
Bragi
Ólafsson
Kynnir:
Davíð
Þór Jónsson
Hinir
staðföstu stríðsandstæðingar eru:
Samtök hernaðarandstæðinga
MFÍK
Þjóðarhreyfingin - með lýðræði
Ung vinstri græn
Ungir Jafnaðarmenn
Efst
á síðu
Alþjóðlegur
baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti.
Opinn fundur fimmtudaginn
8.mars 2007 kl.17 í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur.
Virkjum kraft kvenna
Fundarstjóri: Halldóra Friðjónsdóttir, formaður BHM
Harpa Njálsdóttir, félagsfræðingur
Hvað þarf til að rétta hlut fátækra kvenna?
Ezter Toth, í stjórn
Samtaka kvenna af erlendum uppruna
Friður og jafnrétti á heimilum.
Halldóra Malín Pétursdóttir,
leikkona
sýnir atriði úr einleiknum “Power of Love”.
Guðríður Ólafsdóttir, félagsmálafulltrúi
Öryrkjabandalags Íslands
Jöfnun tækifæra.
Gunnar Hersveinn,
heimspekingur
Friðarmenning.
Tónlist:
Áshildur Haraldsdóttir,
flautuleikari
María Kristjánsdóttir,
leikstjóri
Frelsi til að vera fátækur.
Pálína Björk Matthíasdóttir
Grameen-banki.
Ljóðalestur:
Guðrún Hannesdóttir,
handhafi Ljóðstafs Jóns úr Vör 2007.
María S. Gunnarsdóttir,
form. Menningar- og friðarsamtaka MFÍK
Jöfnuður - jafnrétti – jafnræði.
Harpa Stefánsdóttir og Ármann Hákon Gunnarsson sýna ljósmyndir
í salnum.
Efst á síðu
Aðalfundur
MFÍK 2007
verður
miðvikudaginn 14. febrúar kl.19.00 í Friðarhúsinu (á horni
Snorrabrautar og Njálsgötu).
Dagskrá: skýrsla formanns, ársreikningar lagðir fram, stjórnarkjör.
Stjórn frá síðasta aðalfundi: María S. Gunnarsdóttir, form. ,
Guðrún Hannesdóttir, varaform., Bergþóra Gísladóttir, ritari,
Magnea Björk Valdimarsdóttir, gjaldkeri, Margrét Guðmundsdóttir,
Arna Ösp Magnúsardóttir og Anna Sigríður Hróðmarsdóttir meðstjórnendur,
Helga Pálsdóttir og Amal Tamimi, varamenn.
Við hvetjum félaga sem vilja í stjórn eða hafa tilnefningar til
að hafa samband fyrir aðalfund.
Félagar - hafið áhrif !
Efst á síðu
|