Menningar- og friðarsamtökin MFÍK  

            

Forsíða               
Lög MFÍK
Um MFÍK
Aðalfundur             
8. mars
Ályktanir
Fréttabréf
Greinar
Fréttir af starfinu
Tenglar
Dansk/English/
Français
 

Opinn félagsfundur 4. maí. kl. 19.00 í Friðarhúsi

Flóttafólk heima og heiman

Haustið 2008 opnaði í Ljósmyndasafni Reykjavikur sýning um flóttafólk og hælisleitendur á Íslandi. Sýningin sem nefndist heima-heiman byggði á ljósmyndum Katrínar Elvarsdóttur og viðtölum sem Sigrún Sigurðardóttir menningarfræðingur tók við flóttafólkið. Tilgangurinn með sýningunni var að varpa ljósi á líf og reynslu fólks sem hefur þurft að flýja heimaland sitt vegna pólitískra ofsókna eða stríðsástands og hefur fengið pólitískt hæli hér á Íslandi – eða hefur sótt um hæli og verið hafnað. 

Allir þeir flóttamenn og hælisleitendur sem hingað koma búa yfir reynslu sem erfitt er að deila með öðrum. Flest vitum við hversu erfitt getur verið að miðla flókinni atburðarás og djúpum tilfinningum með orðum einum saman. Þegar orðin sem við þurfum að nota eru þar á ofan úr framandi tungumáli getur verkefnið orðið næstum óyfirstíganlegt. Þess vegna eru margir sem aldrei segja neitt, margir sem deila aldrei reynslu sinni með öðrum eða fá aldrei tækifæri til að segja frá. Hugmyndin með sýningunni var að vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi þess að bæði horfa og hlusta á það fólk sem býr yfir þessari reynslu af heiminum sem er okkur flestum framandi. 

Í fyrirlestri sínum hjá MFÍK mun Sigrún segja frá sýningunni og sögu flóttafólksins sem veitti henni viðtöl fyrir sýninguna. Sigrún er með BA-próf í sagnfræði frá Háskóla Íslands og cand.mag. próf í menningarfræði og menningarmiðlun frá Kaupmannahafnarháskóla. Hún er styrkþegi hjá Eddu – Öndvegissetri í jafnréttis- og margbreytileikarannsóknum (http://www.edda.hi.is) og mun á næstu misserum vinna þar að rannsókn um reynslu og upplifanir kvenna sem flúið hafa frá stríðshrjáðum svæðum og fengið hæli á Íslandi sem pólitískir flóttamenn. 

Húsið opnar kl. 18.30. Allir velkomnir.





MFÍK / pósthólf/box 279 / 121 Reykjavik/ email MFÍK á Facebook