Menningar- og friðarsamtökin MFÍK  

            

Forsíða               
Lög MFÍK
Um MFÍK
Aðalfundur             
8. mars
Ályktanir
Fréttabréf
Greinar
Fréttir af starfinu
Tenglar
Dansk/English/
Français
 

Ábyrgðin er einnig okkar
Nýlegar uppljóstranir um stríðsrekstur Nató í Afganistan afhjúpa enn á ný
hið hryllilega eðli styrjalda. Óskandi væri að þær opnuðu augu þeirra sem í blindni hafa fylgst með fréttum þar sem þeirri firru er haldið að okkur að hernaðarbrölt stórþjóða og bandalög leysi tímabundinn eða langtíma vanda. Það gera þau ekki og hafa aldrei gert. Þvert á móti skilja stríð eftir sorg og sviðna jörð bæði í eiginlegri merkingu, í sálum fórnarlambanna og hermannanna sem eru sendir í stríð. Þau undirbúa jarðvegin fyrir áframhaldandi styrjaldir. Styrjaldir geta aðeins hnikað til valdahlutföllum og auðæfum, enda leikurinn til þess gerður.

Við getum ekki litið undan bara vegna þess að ekki er verið að drepa
okkar börn þessa stundina. Við getum heldur ekki horft fram hjá eigin ábyrgð á þessum verkum.
Enginn varanlegur sigur fæst nema með baráttu fyrir friði. Og ekkert lát verður á styrjöldum fyrr en meginþorri þjóða heims sér hag sinn og sáluhjálp í því að stuðla að friði.

Því eiga Íslendingar að standa utan hernaðarbandalaga,lýsa land okkar
vopnlaust og herlaust og stuðla þannig að farsæld allra þjóða.

MFÍK, júlí 2010

 

MFÍK / pósthólf/box 279 / 121 Reykjavik/ email MFÍK á Facebook